Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 29. október 2022 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Nökkvi Þeyr markakóngur - Sá fyrsti í sögu KA
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nökkvi Þeyr Þórisson er markakóngur Bestu deildar karla þetta tímabilið með 17 mörk en þetta varð ljóst eftir lokaumferðina í dag. Þetta er þá í fyrsta sinn frá upphafi sem leikmaður KA endar markahæstur í efstu deild.

KA-maðurinn átti hreint út sagt stórkostlegt tímabil með liðinu og var komin með 17 mörk í deildinni áður en hann var seldur til Beershot í Belgíu í byrjun september og missti hann því af restinni af tímabilinu.

Hann var markahæstur þegar hann fór frá KA og endaði markahæstur. Guðmundur Magnússon, leikmaður Fram, var með jafnmörg mörk fyrir lokaumferðina í dag en mistókst að skora og missti því af markakóngstitlinum.

Nökkvi spilaði færri leiki og er því sigurvegari en hann var einnig valinn bestur í deildinni af kollegum sínum. Magnað tímabil hjá Nökkva.

Þá er þetta sögulegt fyrir KA en þetta er í fyrsta sinn sem leikmaður á vegum KA verður markahæstur í efstu deild.


Athugasemdir
banner
banner