Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 29. október 2022 18:14
Brynjar Ingi Erluson
Noregur: Fyrsti byrjunarliðsleikur Brynjars í fjóra mánuði - Hjólhestur frá Bjarna Mark
Brynjar Ingi er mættur aftur í byrjunarliði Vålerenga
Brynjar Ingi er mættur aftur í byrjunarliði Vålerenga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Mark skoraði geggjað mark
Bjarni Mark skoraði geggjað mark
Mynd: IK Start
Brynjar Ingi Bjarnason, leikmaður Vålerenga, byrjaði sinn fyrsta leik fyrir liðið í fjóra mánuði er það gerði 3-3 jafntefli við Sarposborg í úrvalsdeildinni í dag.

Varnarmaðurinn ungi og efnilegi hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann kom til Vålerenga frá Lecce fyrir tímabilið.

Hann spilaði níu deildarleiki fyrir Vålerenga áður en hann missti sæti sitt og hefur gengið erfiðlega að koma sér aftur í byrjunarliðið. Þá fékk hann tækifæri í bikarnum gegn Brumunddal í júní en það er síðasti leikurinn sem hann byrjaði.

Það var svolítið lán í óláni að miðvörður Vålerenga meiddist í síðasta leik og kom Brynjar inn fyrir hann. Þá fékk hann tækifærið í liðinu í kvöld í 3-3 jafntefli gegn Sarpsborg.

Vålerenga er í 5. sæti deildarinnar með 43 stig þegar tveir leikir eru eftir af deildinni.

Bjarni Mark skoraði með hjólhest og Jónatan lagði upp tvö

Íslendingarnir í B-deildinni voru heldur betur í stuði í dag. Valdimar Þór Ingmundarson skoraði í 3-0 sigri Sogndal á Raufoss en það var Jónatan Ingi Jónsson sem lagði upp mark hans. Þá lagði Jónatan upp annað mark sitt í leiknum nokkrum mínútum síðar.

Valdimar fór a velli á 89. mínútu en Jónatan spilaði allan leikinn í dag. Þetta var lokaumferð B-deildarinnar og missti Sogndal af umspilssæti þetta árið.

Bjarni Mark Antonsson og hans menn í Start eru hins vegar á leið í umspilið. Siglfirðingurinn skoraði stórbrotið mark með hjólhestaspyrnu eftir hálftímaleik og hjálpaði liðinu að vinna góðan 2-1 sigur á Ranheim. Start klárar deildina í 3. sæti og er nú á leið í umspilið.

Pálmi Rafn Arinbjörnsson fékk þá tækifærið í lokaumferðinni með Skeid. Hann spilaði í markinu í 1-0 tapi fyrir Stjordals-Blink. Þetta var fyrsti og eini leikur Pálma fyrir Skeid en hann er á láni frá Wolves á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner