Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. október 2022 13:57
Ívan Guðjón Baldursson
Orri Sveinn áfram hjá Fylki (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Orri Sveinn Stefánsson er búinn að framlengja samning sinn við Fylki og gildir hann nú út keppnistímabilið 2024.


Orri Sveinn er lykilmaður í hjarta varnarinnar hjá Fylki sem vann Lengjudeildina á sannfærandi hátt í ár. Hann er fæddur 1996 og á 70 leiki að baki í efstu deild með Fylki og hefur í heildina spilað 121 leik fyrir félagið ef talið er Lengjudeildina og Mjólkurbikarinn með.

Orri Sveinn hefur verið eftirsóttur og að undanförnu og eru þetta því frábærar fréttir fyrir Árbæinga að þeir séu að halda í einn af sínum bestu leikmönnum. Orri þótti gífurlega efnilegur á sínum tíma og spilaði 9 leiki fyrir U21 og U19 landslið Íslands.

Fylkir féll úr efstu deild í fyrra ásamt HK og fóru liðin beinustu leið upp aftur í sumar. Fylkismenn fengu 51 stig úr 22 leikjum og endaði HK með 46 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner