Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 29. október 2022 14:09
Ívan Guðjón Baldursson
Pep vonast til að Haaland spili aftur fyrir HM
Mynd: Getty Images

Erling Braut Haaland var ekki í leikmannahópi Manchester City sem vann nauman 0-1 sigur á útivelli gegn Leicester City í hádeginu.


Pep Guardiola var spurður út í ástandið á Haaland að leikslokum og segist vonast til að sóknarmaðurinn geti spilað allavega einn leik fyrir landsleikjahlé fyrir HM í Katar.

„Ég veit ekki hvenær hann verður klár, þetta eru smávægileg liðbandsmeiðsli. Hann mun ekki vera með gegn Sevilla," sagði Guardiola. 

„Hann getur vonandi hjálpað okkur gegn Fulham. Ef ekki þá getur hann vonandi komið við sögu gegn Chelsea í deildabikarnum."

Noregur fer ekki á HM og byrjar Haaland því veturinn á góðri hvíld.


Athugasemdir
banner
banner
banner