Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 29. október 2022 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Real Madrid hafnaði beiðni Schalke: Raúl er arftaki Ancelotti
Mynd: Getty Images

Þýska félagið Schalke er í slæmri stöðu í fallbaráttu efstu deildar og var í leit að nýjum aðalþjálfara þar til Thomas Reis var ráðinn á fimmtudaginn.


Schalke spurðist fyrir um Raúl, fyrrum leikmann sinn og goðsögn hjá Real Madrid og spænska landsliðinu, en Real Madrid hafnaði þeirri beiðni.

Raúl er ekki falur. Hann þjálfar varalið Real Madrid og er næstur á lista til að taka við stjórnartaumunum af Carlo Ancelotti þegar hans tími líður.

Stuðningsmenn Real Madrid eru gríðarlega spenntir fyrir Raul sem er mikil goðsögn og þykir einstaklega hæfur í starfi sínu sem þjálfari.

Raúl er 45 ára gamall og skoraði 323 mörk í 741 leikjum hjá Real Madrid.


Athugasemdir
banner
banner