Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 29. október 2022 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar Alex hélt hreinu - Dramatískur sigur hjá Daníel Leó
Rúnar Alex er að gera vel í Tyrklandi
Rúnar Alex er að gera vel í Tyrklandi
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er lið hans, Alanyaspor, vann Gaziantep 2-0 í tyrknesku úrvalsdeildinni í dag.

Rúnar Alex, sem er á láni frá Arsenal, hefur fundið sig í búrinu hjá Alanyaspor og spilað gríðarlega vel.

Hann var einn af bestu mönnum liðsins í kvöld og átti nokkrar góðar vörslur í leiknum er hann hélt hreinu í 2-0 sigri.

Alanyaspor er í 9. sæti tyrknesku deildarinnar með 16 stig.

Daníel Leó Grétarsson spilaði allan leikinn í vörn Slask Wroclaw sem lagði Wisla Plock, 2-1. Sigurmark Slask kom undir lok leiks og er liðið nú í 9. sæti með 20 stig.

Markakóngur Bestu deildarinnar, Nökkvi Þeyr Þórisson, spilaði allan leikinn í 2-1 tapi Beerschot gegn U23 ára liði Anderlecht í B-deildinni en Beerschot er í 5. sæti með 17 stig.

Elías Már Ómarsson og hans menn í Nimes unnu þá góðan 3-0 sigur á Bastia Borgo í 7. umferð franska bikarsins. Elías byrjaði á bekknum hjá Nimes en kom við sögu í síðari hálfleiknum.
Athugasemdir
banner
banner