Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 29. október 2022 23:28
Brynjar Ingi Erluson
Skilja ekkert í frammistöðu Liverpool - „Þetta er alvarlegt vandamál"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Graeme Souness og Jamie Carragher, sparkspekingar á Sky Sports, segja að Liverpool sé að glíma við alvarleg vandamál á þessari leiktíð en þeir ræddu 2-1 tap liðsins gegn Leeds í settinu í kvöld.

Crysenscio Summerville sá til þess að Leeds færi heim með öll stigin í kvöld en hann gerði sigurmarkið undir lok leiks.

Liverpool er aðeins með 16 stig eftir tólf leiki og nú þrettán stigum frá toppnum.

„Þetta eru risastór úrslit fyrir Leeds, en Liverpool er að eiga við risastórt vandamál," sagði Carragher.

„Stuðningsmenn Leeds vita hversu stórt þetta er því það er langt síðan lið vann á Anfield. Þeir eiga eftir að mjólka þetta og réttilega. Þetta mun gera mikið fyrir liðið."

„Þetta var svo sannarlega ekkert óhapp fyrir Liverpool heldur er þetta alvarlegt vandamál. Það er engin spurning að markvörður Leeds hélt liðinu í leiknum síðustu tíu eða fimmtán mínúturnar en ef þú horfir á allan leikin þá er ekki hægt að segja að Leeds hafi ekki átt neitt skilið úr leiknum. Liðið var frábært."

„Klopp hlýtur að vera hugsa hverju hann geti breytt núna."


Souness var sammála Carragher og segir einfaldlega að þetta sé ekki sama lið og allir hafa fylgst með síðustu ár.

„Liverpool er svo langt frá því að vera á þeim stað sem það var fyrir nokkrum árum. Leeds var meira en verðugur andstæðingur fyrir Liverpool og þeir gerðu það sem Liverpool hefur verið að gera öðrum liðum síðustu árin."

„Liverpool lék sér að liðum hérna áður og miðjan þeirra fór illa með lið, en nú er verið að fara illa með Liverpool. Þetta gerir liðið brothætt í vörninni og það er ekki að skapa sömu færin þarna fremst á vellinum."

„Liðið er skugginn af sjálfu sér. Liverpool fékk samt nógu mörg færi til aðvinna leikinn en þetta er ekki sama lið og höfum verið að fylgjast með síðustu fimm ár. Þeir spila ekki af sömu ákefð og eru hreinlega ekki lengur með orkuna í löppunum,"
sagði Souness.
Athugasemdir
banner
banner
banner