Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. október 2022 20:18
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Dramatík er Cadiz lagði Atlético - Sevilla tapaði á heimavelli
Joao Felix kom Atlético aftur inn í leikinn
Joao Felix kom Atlético aftur inn í leikinn
Mynd: EPA
Sevilla hefur ekki byrjað neitt sérstaklega vel á þessu tímabili
Sevilla hefur ekki byrjað neitt sérstaklega vel á þessu tímabili
Mynd: EPA
Atlético Madríd tapaði óvænt fyrir Cadiz, 3-2, í La Liga á Spáni í dag eftir dramatískar lokamínútur. Sevilla tapaði þá á heimavelli, 1-0, fyrir Rayo Vallecano.

Atlético þurfti sigur í dag til að halda í við Barcelona og Real Madrid.

Theo Bongonda kom Cadiz yfir eftir 27 sekúndur. Fljótasta markið í La Liga á þessari leiktíð.

Cadiz tvöfaldaði forystuna níu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma er Alex þrumaði boltanum í slá og inn.

Atlético kom til baka. Joao Felix, sem kom inná sem varamaður, átti bakfallsspyrnu sem fór af Luis Hernandez og í netið og nokkrum mínútum síðar jafnaði Felix metin með góðu skoti fyrir utan teiginn.

Góð endurkoma hjá Atlético sem fór í vaskinn í uppbótartíma en á níundu mínútu uppbótartímans gerði Ruben Sobrino sigurmarkið og lokatölur 3-2 fyrir Cadiz. Atlético er í 3. sæti með 22 stig og er nú átta stigum á eftir toppliði Real Madrid.

Sevilla tapaði á heimavelli fyrir Rayo Vallecano, 1-0. Alvaro Garcia gerði eina markið eftir klukkutímaleik. Sevilla er í 16. sæti með 10 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Almeria 3 - 1 Celta
0-1 Gabriel Veiga ('25 )
1-1 Lazaro Vinicius Marques ('52 )
2-1 Cesar de la Hoz ('60 )
3-1 Inigo Eguaras ('90 )
Rautt spjald: Gabriel Veiga, Celta ('32)

Cadiz 3 - 2 Atletico Madrid
1-0 Theo Bongonda ('1 )
2-0 Alex ('81 )
2-1 Joao Felix ('85 )
2-2 Joao Felix ('89 )
3-2 Ruben Sobrino ('90 )

Sevilla 0 - 1 Rayo Vallecano
0-1 Alvaro Garcia ('61 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner