Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 29. október 2022 15:19
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Frábær sigur Örgryte gæti bjargað tímabilinu
Mynd: Guðmundur Svansson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í sænsku B-deildinni í dag þar sem lærisveinar Brynjars Björns Gunnarssonar í Örgryte mikilvægan heimasigur gegn Skovde AIK en eru enn í harðri fallbaráttu.


Örgryte er búið að næla sér í átta stig úr síðustu fjórum leikjum en það hafa hin fallliðin í kring einnig gert og er spennan í fallbaráttunni gífurleg.

Örgryte á aðeins einn leik eftir, á útivelli gegn toppliði Brommapojkarna sem er búið að tryggja sig upp um deild en þarf minnst jafntefli til að tryggja sér B-deildartitilinn. Lærisveinar Brynjars Björns þurfa sigur í lokaumferðinni til að forðast fallsvæðið. Þeir geta ekki fallið beint niður en í versta falli fara þeir í umspilsleik um sæti í deildinni.

Einu stigi fyrir ofan Örgryte má finna Örebro sem gerði 2-2 jafntefli í dag eftir að hafa komist í tveggja marka forystu. Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn í varnarlínunni.

Þá spilaði Alex Þór Hauksson síðasta korterið í 2-0 tapi Öster gegn Norrby. Öster er búið að tryggja sér þriðja sætið sem veitir þátttökurétt í umspilsleik um sæti í efstu deild.

Að lokum lék Berglind Rós Ágústsdóttir allan leikinn í sóknarlínu Örebro í efstu deild kvenna. Örebro gerði þar markalaust jafntefli við Hammarby í þýðingarlitlum leik þar sem bæði lið sigla lygnan sjó.

Norrby 2 - 0 Öster

Örebro 2 - 2 Landskrona

Örgryte 3 - 0 Skovde AIK


Athugasemdir
banner
banner
banner