Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 29. október 2022 21:22
Brynjar Ingi Erluson
Taplausri hrinu Van Dijk lokið
Virgil van Dijk fór í gegnum 70 leiki án þess að tapa á Anfield
Virgil van Dijk fór í gegnum 70 leiki án þess að tapa á Anfield
Mynd: EPA
Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk tapaði sínum fyrsta leik fyrir Liverpool á Anfield síðan hann kom til félagsins frá Southampton fyrir tæpum fimm árum síðan.

Van Dijk var í vörn Liverpool sem tapaði fyrir Leeds, 2-1, á Anfield í kvöld.

Fyrir leikinn hafði Van Dijk spilað 70 leiki á Anfield og ekki tapað einum.

Joe Gomez gerði slæm mistök í fyrsta mark Leeds er hann sendi boltann til baka á Alisson en sendingin var slök og komst Rodrigo í boltann áður en hann skoraði.

Mohamed Salah jafnaði metin en slök færanýting Liverpool kostaði liðið því Crysenscio Summerville gerði sigurmark Leeds þegar lítið var eftir af leiknum.

Liverpool hefur spilað langt undir getu á þessari leiktíð og hefur aðeins sótt 16 stig úr fyrstu tólf leikjunum. Liðið er nú þrettán stigum á eftir toppliði Arsenal.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner