Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. október 2022 15:32
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Bayern skoraði sex og kom sér á toppinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

FC Bayern er komið á topp þýsku deildarinnar eftir stórsigur í afar fjörugum leik gegn Mainz. 


Leikmenn Bayern skoruðu sex mörk í leiknum og skiptu þeim bróðurlega á milli sín þar sem sex mismunandi leikmenn komust á blað, meðal annars Maxim Eric Coupo-Moting sem hefur verið funheitur í síðustu leikjum.

Bayern er með 25 stig eftir 12 umferðir, tveimur stigum fyrir ofan Union Berlin sem á leik til góða á morgun á heimavelli gegn Borusssia Mönchengladbach.

FC Bayern 6 - 2 Mainz
1-0 Serge Gnabry ('5 )
2-0 Jamal Musiala ('28 )
3-0 Sadio Mane ('43 )
3-1 Silvan Widmer ('45 )
4-1 Leon Goretzka ('58 )
5-1 Mathys Tel ('79 )
5-2 Marcus Ingvartsen ('82 )
6-2 Eric Choupo-Moting ('86 )

Christopher Nkunku og Timo Werner sáu þá um markaskorunina er RB Leipzig lagði Bayer Leverkusen að velli og lyfti sér þar með upp í fimmta sæti. Slæmt gengi Leverkusen heldur áfram og er liðið afar óvænt í fallsæti, með 9 stig úr 12 leikjum.

Felix Nmecha, sem var keyptur frá Manchester City í fyrra, setti tvennu í þægilegum sigri Wolfsburg gegn Bochum á meðan Waldemar Anton er hetja Stuttgart í dag.

Anton gerði sigurmark í uppbótartíma er Stuttgart tók á móti Augsburg í fallbaráttunni.

RB Leipzig 2 - 0 Bayer Leverkusen
1-0 Christopher Nkunku ('32 )
2-0 Timo Werner ('83 )

Wolfsburg 4 - 0 Bochum
1-0 Felix Nmecha ('27 )
2-0 Ridle Baku ('35 )
3-0 Felix Nmecha ('58 )
4-0 Jonas Wind ('80 )

Stuttgart 2 - 1 Augsburg
0-1 Florian Niederlechner ('4 )
1-1 Sehrou Guirassy ('15 )
2-1 Waldemar Anton ('91)


Athugasemdir
banner
banner