Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   sun 30. mars 2025 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Fundum loksins hjartað og sálina
Mynd: EPA
O'Reilly verður með í undanúrslitaleiknum gegn Nottingham Forest.
O'Reilly verður með í undanúrslitaleiknum gegn Nottingham Forest.
Mynd: EPA
Pep Guardiola var kátur eftir sigur Manchester City gegn Bournemouth í enska bikarnum í dag.

Englandsmeistarar Man City lentu undir í fyrri hálfleik en komu til baka með frábærri frammistöðu í seinni hálfleik. Lokatölur 1-2.

Guardiola er sérstaklega ánægður með hugarfarið sem sínir menn sýndu í sigrinum. Þeir sýndu 'hjarta og sál' til að sigra, eitthvað sem Pep segir hafa vantað í liðið síðan í nóvember.

„Fótbolti snýst ekki um taktík þó hún sé mikilvægur þáttur. Það sem okkur hefur vantað á þessu tímabili er hjarta og sál og í dag sá ég þessa eiginleika loksins aftur. Það mikilvægasta í starfi þjálfara er ekki að kaupa eða selja leikmenn, heldur að gefa þeim drifkraft, að hjálpa þeim að rækta ástríðuna fyrir fótbolta og finna metnaðinn til að ná langt.

„Síðan við töpuðum gegn Bournemouth í nóvember höfum við spilað ótrúlega illa og gert mikið af mistökum. Við höfum ekki verið með hjartað og sálina sem þarf til að vera besta liðið í deildinni. Þetta er það mikilvægasta sem við þurfum að endurheimta fyrir framtíðina."


Miðjumaðurinn ungi Nico O'Reilly kom inn af bekknum í sigrinum í dag og breytti gangi mála. Hann var afar líflegur og lagði bæði mörk Man City upp í endurkomusigrinum.

„Bernardo Silva, Ilkay Gundogan og Kevin De Bruyne voru allir mjög góðir í dag en líka ungu leikmennirnir. Sjáið bara Nico O'Reilly, hann skoraði tvö mörk gegn Plymouth og hann var framúrskarandi í dag. Hann mun klárlega taka þátt í undanúrslitaleiknum (gegn Nottingham Forest)."

Pep var að lokum spurður út í spænska miðjumanninn Rodri sem hefur verið meiddur stærsta hluta tímabilsins. „Vonandi fáum við hann aftur fyrir HM félagsliða en það er of snemmt til að spá fyrir um það núna. Við verðum að bíða og sjá og vona það besta. Við ætlum ekki að taka neina áhættu."
Athugasemdir
banner
banner