Freyr Alexandersson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari kvenna en þetta var staðfest á fréttamannafundi nú rétt í þessu.
Freyr gerir tveggja ára samning við KSÍ og mun því stýra íslenska liðinu í undankeppni HM sem og á lokamótinu ef liðið kemst þangað.
Hann tekur við liðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni sem ákvað að hætta þegar samningur hans rann út eftir EM á dögunum. KSÍ ræddi við Þorlák Árnason á dögunum en hann vildi ekki taka við liðinu og í kjölfarið var rætt við Frey.
Freyr gerir tveggja ára samning við KSÍ og mun því stýra íslenska liðinu í undankeppni HM sem og á lokamótinu ef liðið kemst þangað.
Hann tekur við liðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni sem ákvað að hætta þegar samningur hans rann út eftir EM á dögunum. KSÍ ræddi við Þorlák Árnason á dögunum en hann vildi ekki taka við liðinu og í kjölfarið var rætt við Frey.
Fyrsti leikur liðsins undir stjórn Freys verður gegn Sviss á heimavelli þann 26. september næstkomandi.
,,Ég er mjög ánægður með að fá Frey til starfa. Ég tel að hann sé einn af mest lofandi þjálfurum í íslenskri knattspyrnu í dag," sagði Geir Þorsteinsson formaður KSÍ á fréttamannafundi í dag.
,,Hann þekkir vel til verkefnisins og það er mikilvægt því að það styttist í fyrsta leik."
Freyr þjálfaði kvennalið Vals 2010 og 2011 og var aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins í fyrra.Í sumar hafa hann og Davíð Snorri Jónasson þjálfað lið Leiknis R. í 1. deildk karla. Freyr mun halda áfram að þjálfa Leikni samhliða landsliðsþjálfarastarfinu.
Athugasemdir