Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 30. október 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Alex Freyr kvaddi Framara á lokahófi félagsins
Alex Freyr Elísson er á leið í Breiðablik
Alex Freyr Elísson er á leið í Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Elísson er að ganga í raðir Breiðabliks frá Fram en hann kvaddi liðsfélaga, stjórn og stuðningsmenn félagsins á lokahófi í gær.

Þessi öflugi bakvörður er uppalinn í Fram og spilaði fyrstu leiki sína fyrir meistaraflokk árið 2015.

Hann var alger lykilmaður er Fram fór taplaust í gegnum Lengjudeildina á síðasta ári.

Alex, sem er fæddur árið 1997, var magnaður með Frömurum í sumar og hjálpaði liðinu að tryggja sæti sitt í Bestu deildinni en hann lék 19 leiki og skoraði 2 mörk.

Síðustu vikur hefur hann verið sterklega orðaður við Breiðablik en 433.is greindi frá því á dögunum að hann væri búinn að skrifa undir hjá félaginu.

Leikmaðurinn hefur nú staðfest þær fregnir en hann kvaddi liðsfélaga,stjórn og stuðningsmenn félagsins á lokahófi Fram í gærkvöldi.
Athugasemdir
banner
banner
banner