Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 30. október 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ása Björg framlengir við Grindavík
Mynd: UMFG
Penninn er á lofti í Grindavík. Ása Björg Einarsdóttir hefur nú framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára en þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild félagsins.

Ása Björg er 19 ára gömul og uppalin í Grindavík en hún spilar stöðu hægri bakvarðar eða vængmanns.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún spilað 59 leiki í deild- og bikar fyrir Grindavík.

„Ása Björg stóð sig afar vel á síðustu leiktíð og tók miklum framförum. Það er frábært fyrir okkur í Grindavík að Ása verði áfram hjá félaginu og bætist þar með í þann hóp lykilleikmanna sem hafa endurnýjað samninga sína við félagið," segir Steinberg Reynisson, formaður meistaraflokksráðs kvenna.

„Ég er ekki í vafa um að Ása á eftir að halda áfram að bæta sig og verður í stóru hlutverki hjá Grindavík á næstu leiktíð. Það er mikill meðbyr með kvennaknattspyrnunni í Grindavík og við förum mjög spennt inn í nýtt keppnistímabil," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner