Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 30. október 2022 12:35
Aksentije Milisic
Auður Scheving í Stjörnuna (Staðfest)
Mynd: Stjarnan

Auður Scheving hefur gengið til liðs við Stjörnuna en hún kemur frá Val. 


Samningur Auðar hjá Val rennur út um áramótin en hún hefur verið samningsbundin Val frá árinu 2019.

Í sumar lék Auður með Aftureldingu og ÍBV en í fyrra spilaði hún fimmtán leiki í Pepsi Max deild kvenna með ÍBV.

Auður er markvörður en en hún var í leikmannahópi íslenska landsliðsins á EM í sumar og þá á hún einn leik að baki fyrir landsliðið.

„Ég er mjög spennt og ánægð með þetta skref sem ég veit að mun pottþétt hjálpa mér að vaxa og ná enn lengra. Stjarnan er með gríðarlega sterkt og gott lið og mjög flotta umgjörð og ég er gífurlega spennt fyrir næstu árum í Garðabænum”, sagði Auður á Facebook síðu Stjörnunnar.

„„Það verður spennandi að sjá hvernig Auður mun kom inn í hópinn hjá okkur og þroskast sem markvörður . Auður á alla möguleika á að komast í fremstu röð í íþróttinni og það er ætlun okkar að hjálpa henni þangað “ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar um Auði.

Stjarnan kom mörgum á óvart og hafnaði í 2. sæti Bestu deildar kvenna og mun því liðið fara í Evrópukeppni á næsta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner