Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   sun 30. október 2022 21:45
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Mikael lagði upp sigurmarkið gegn lærisveinum Freys
Mikael Neville kom sterkur inn af bekknum
Mikael Neville kom sterkur inn af bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Neville Anderson, leikmaður AGF í Danmörku, lagði upp sigurmark liðsins í 1-0 sigrinum á Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Landsliðsmaðurinn byrjaði á bekknum hjá AGF en kom við sögu þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Hann lagði síðan upp sigurmarkið fyrir Patrick Mortensen á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Svekkjandi úrslit fyrir Frey Alexandersson og lærisveina hans í Lyngby.

Sævar Atli Magnússon kom inná í hálfleik hjá Lyngby en Alfreð Finnbogason er enn frá vegna meiðsla. AGF er í 7. sæti með 2 stig en Lyngby á botninum með 5 stig og enn í leit að fyrsta sigri tímabilsins.

Stefán Teitur Þórðarson var fjarri góðu gamni er Silkeborg tapaði fyrir Viborg, 2-1.

Atli Barkarson var´i byrjunarliði SönderjyskE sem vann 4-1 sigur á Köge í B-deildinni. Atli fór af velli á 68. mínútu, en SönderjyskE situr í 3. sæti deildarinnar með 27 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner