Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 30. október 2022 11:00
Aksentije Milisic
„Get staðfest að þessir tveir sem þú nefndir eru mjög nálægt því að ganga til liðs við Breiðablik"
Óskar Hrafn.
Óskar Hrafn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyþór Wöhler.
Eyþór Wöhler.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var til viðtals í gær en liðið hans vann 1-0 sigur á Víkingi í gær og tók svo við skyldinum eftir leik.

Breiðablik átti frábært sumar og er liðið það fyrsta sem vinnur Bestu Deildar skjöldinn. Óskar ræddi um margt í viðtalinu við Fótbolta.net eftir leik í gær.


„Þegar svona langt er komið inn í tímabilið þá er kúnst að æfa vegna þess að leikmenn eru orðnir miklu viðkvæmari, þeir eru viðkvæmari fyrir höggum, það er komin vöðvaþreyta í leikmenn. Þannig ef við getum þjappað þessu og líka bara sumrinu, taka mögulega einhverja bikarleiki fram fyrir mót og ekki lenda í því sem Keflavík lendir í. Þeir spiluðu við Víking sem var í forkeppni Meistaradeildarinnar og þeir duttu út úr bikarnum og spiluðu einn leik á mánaðartímabili á besta tíma, við þurfum að koma í veg fyrir það," sagði Óskar um lokakaflann í deildinni og þéttingu mótsins.

Eyþór Aron Wöhler og Alex Freyr Elísson eru að öllum líkindum að ganga til liðs við Breiðabliks og var Óskar spurður út í þessa leikmenn ÍA og Fram í gær.

„Ég get alveg staðfest það að það er komið mjög langt, ég bara veit ekki, ég hef ekki séð þá í persónu undirrita samninga en ég held að það sé klárt. Það kæmi mér mjög á óvart ef það væri ekki klárt. Ég get staðfest það að þessir tveir leikmenn sem þú nefndir eru mjög nálægt því að ganga til liðs við Breiðablik," sagði Óskar.

„Þetta er tvíþætt. Annars vegar þurfum við að innan frá að bæta liðið og bæta leikmennina og bæði bæta leikmennina sem einstaklinga og leikmennina sem lið, það er eitt. Svo er annað að fá öfluga leikmenn til liðsins, fá leikmenn sem styrkja liðið og leikmenn sem eru hungraðir. Fá réttu týpurnar sem eru hungraðir í að ná árangri, hungraðir í að gera betur og hungraðir í að hækka ránna. Svo þurfum við að vera viðbúnir því að leikmenn, sem þú nefndir, og Davíð Ingvarsson gæti farið út, þá þurfum við að vera klárir með leikmenn sem geta leyst þá af hólmi."

Hver er markmið Breiðabliks í Evrópu á næsta tímabili?

„Ég veit það ekki maður, ætli það sé ekki eðlilegast að byrja bara á forkeppninni. Við mætum þar liðum frá Svartfjallalandi, Andorra eða San Marino, við gætum farið til Svartfjallalands, við höfum verið þar áður. Þar verður 40 stiga hiti og lélegir grasvellir. Ef við þurfum að fara þangað þá verður þetta hörku „tough". 

„Markmiðið er að fara lengra heldur en við höfum farið. Það þýðir það að við höfum farið tvö ár í röð í þriðju umferð í gegnum þessa aðalleið, þar sem við erum að lenda gegn mjög sterkum andstæðingum í annari og þriðju umferð. Það dreymir alla um að komast í riðlakeppni."


Óskar Hrafn: Vilt ekki hafa þrjár blaðsíður um mann að bursta tennurnar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner