Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 30. október 2022 12:20
Aksentije Milisic
Sá yngsti skrifar undir í Njarðvík
Mynd: Njarðvík

Freysteinn Ingi Guðnason, leikmaður Njarðvíkur sem vann 2. deildina í sumar, hefur skrifað undir þriggja ára samning við liðið.


Freysteinn er fæddur árið 2007 en kappinn er yngsti leikmaðurinn í sögu Njarðvíkur sem spilar fyrir liðið. Hann var einungis fjórtán ára þegar hann spilaði sinn fyrsta leik en Óskar Örn Hauksson átti metið.

Þessi ungi leikmaður spilaði fjóra leiki í sumar með Njarðvík og þá á hann að baki leiki með U15 ára landsliði Íslands. Hann hefur skorað eitt mark fyrir meistaraflokk Njarðvíks en það kom í Lengjubikarnum.

Með því að smella hérna má sjá myndband af Freysteini leika listir sínar en ljóst er að kappinn er með öflugan vinstri fót.

Njarðvík og Þróttur R fóru upp úr 2. deildinni en Arnar Hallsson tók við Njarðvík eftir tímabilið af Bjarna Jóhannssyni.





Athugasemdir
banner
banner