Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   sun 30. október 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Síðasti leikur Guðmundar fyrir FH? - „Það á eftir að koma í ljós"
Guðmundur Kristjánsson
Guðmundur Kristjánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Kristjánsson, leikmaður FH, spilaði í gær sinn síðasta leik fyrir félagið ef marka má heimildir Fótbolta.net.

Guðmundur, sem er uppalinn í Breiðabliki, fór til Noregs árið 2012 og spilaði þar með Start.

Hann var fastamaður í liðinu þau fimm ár sem hann spilaði með liðinu áður en hann snéri aftur heim og samdi við FH.

Guðmundur kom inn af bekknum í 2-1 tapi FH gegn ÍA í gær en það var hans síðasti leikur fyrir félagið. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net kvaddi hann liðsfélaga sína inn í klefa eftir leikinn og mun hann ganga í raðir Stjörnunnar.

Sigurvin Ólafsson, þjálfari FH, vildi lítið tjá sig um framtíð Guðmundar er Sverrir Örn Einarsson, fréttamaður Fótbolta.net, ræddi við hann eftir að sæti FH í efstu deild var staðfest.

„Það á eftir að koma í ljós eins og með margt annað. Hann hefur farið á miðjuna í öðrum leikjum líka en ég raðaði þessu svona upp í dag og miðað við frammistöðuna sem var almennt í leiknum þá hefði það átt að duga en það fór sem fór," sagði Sigurvin við Fótbolta.net.
Sigurvin: Ég verð þjálfari eins og ég er
Athugasemdir
banner
banner
banner