Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 30. október 2022 17:05
Aksentije Milisic
Stöðva þurfti leik í Úkraínu - Sírenurnar fóru af stað
Mynd: Getty Images

Í gær áttust við Oleksandriya og Shakthar Donetsk í úkraínsku deildinni en heimamenn leiddu leikinn með einu marki gegn engu þegar stöðva þurfti leikinn.


Sírenurnar sem vara fólk við loftárásum fóru af stað og því þurftu allir að fara inn í klefa. Fótboltinn í Úkraínu hefur farið aftur af stað þrátt fyrir að stríðið við Rússland er enn í gangi í Úkraínu.

Leikurinn var stopp í um klukkustund áður en hann gat farið aftur af stað. Honum lauk með 2-2 jafntefli en Shakthar er í öðru sæti deildarinnar sem stendur, fimm stigum á eftir toppliði SC Dnipro.

Oleksandriya er í fimmta sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Shakthar.


Athugasemdir
banner
banner
banner