Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 30. október 2022 23:41
Brynjar Ingi Erluson
Suarez deildarmeistari eftir að hafa skorað tvö í sigri á Liverpool
Luis Suarez er deildarmeistari í Úrúgvæ
Luis Suarez er deildarmeistari í Úrúgvæ
Mynd: EPA
Úrúgvæski framherjinn Luis Suarez tókst að upplifa æskudrauminn í kvöld er lið hans, Nacional, vann deildarmeistaratitilinn með því að vinna Liverpool, 4-1. Suarez skoraði tvö mörk fyrir Nacional í leiknum og hjálpaði liðinu að klára dæmið.

Suarez, sem hóf ferilinn hjá Nacional, fór ungur að árum til Hollands þar sem hann spilaði fyrir bæði Groningen og Ajax.

Eftir að hafa slegið í gegn svo hjá bæði Liverpool og Barcelona fór hann til Atlético Madríd og spilaði þar tvö tímabil þar sem hann vann meðal annars spænsku deildina áður en hann yfirgaf félagið.

Suarez samdi við uppeldisfélagið sitt fyrr á þessu ári og í kvöld tryggði hann deildarmeistaratitilinn með því að vinna Liverpool frá Montevideo, 4-1, í úrslitum.

Nafnið á þessu ágæta liðið má rekja til byrjun 20. aldar en ákveðið var að skíra liðið í höfuðið á Liverpool þar sem menningarleg tengsl voru sterk. Kolaskip sigldu frá höfnum Englands til Montevideo. Jose Freire, einn af stofnendum félagsins, var með kort af Bretlandseyjum og valdi Liverpool.

Hann skoraði eitt mark í venjulegum leiktíma en staðan var jöfn þegar flautað var til loka leiksins og því framlengt. Suarez bætti við öðru í framlengingu og þá skoraði Nacional tvö mörk til viðbótar til að gulltryggja sigurinn.

Þetta er 49. deildarmeistaratitill Nacional en liðið er næst sigursælasta lið landsins á eftir Penarol.


Athugasemdir
banner
banner