Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 30. október 2022 19:54
Brynjar Ingi Erluson
Sveindís áfram með fullt hús stiga - Hlín skoraði í tapi
Sveindís er með fullt hús stiga
Sveindís er með fullt hús stiga
Mynd: Getty Images
Hlín skoraði fyrir Piteå
Hlín skoraði fyrir Piteå
Mynd: Piteå
Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg eru með fullt hús stiga í efsta sæti þýsku deildarinnar eftir 3-2 sigur á Werder Bremen í dag.

Wolfsburg hefur átt óaðfinnanlegt tímabil til þessa en Sveindís kom inná á 58. mínútu í dag og hjálpaði liðinu að landa sjötta sigri tímabilsins.

Wolfsburg er með 18 stig á toppnum. Glódís Perla Viggósdóttir spilaði þá allan leikinn í vörn Bayern München er liðið lagði Meppen, 3-1. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir voru ekki með í dag. Bayern er í 3. sæti með 13 stig.

Sara Björk Gunnarsdóttir var ekki í hópnum hjá Juventus sem vann Fiorentina, 2-0. Alexandra Jóhannsdóttir var í byrjunarliði Fiorentina en fór af velli í uppbótartíma. Fiorentina er með 18 stig í 2. sæti en Juventus sæti neðar með 17 stig.

María Þórisdóttir lék allan leikinn í vörn Manchester United sem vann Everton 3-0 í WSL-deildinni. United er á toppnum með 15 stig.

Þá skoraði Hlín Eiríksdóttir eina mark Piteå í 2-1 tapi fyrir Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni. Markið kom seint í uppbótartíma en hún lék allan leikinn fyrir Piteå í dag. Liðið er í 8. sæti með 37 stig þegar ein umferð er eftir af deildinni.
Athugasemdir
banner
banner