Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 30. október 2022 19:33
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Höfum séð hversu mikilvægur Maguire er fyrir hópinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var glaður eftir 1-0 sigur liðsins á West Ham á Old Trafford í kvöld en hann hrósaði Harry Maguire sérstaklega í viðtali eftir leikinn.

United er í 5. sæti deildarinnar með 23 stig. Liðið byrjaði tímabilið illa en hefur fundið taktinn undir stjórn Ten Hag.

Liðið átti í erfiðleikum með West Ham í kvöld en náði að sigla sigrinum heim. Marcus Rashford skoraði sigurmarkið og þá varðist vörn liðsins vel undir lokin.

„Þetta lið er með sterkt hugarfar og það er sigurandi í því og það er greinilega hægt að sjá það. Byrjunin á tímabilinu var ekkert sérstaklega góð en við erum að bæta okkur mikið. Við þurfum að halda áfram sömu vegferð."

„Stuðningsmennirnir eru hrifnir af þessu. Þú sérð að tengslin á milli þeirra og liðsins er betra og það er gott."


Rashford skoraði 100. mark sitt fyrir United en hann fékk sérstakt hrós frá Ten Hag.

„Þetta var glæsileg frammistaða hjá honum. Það er frábært og líka fyrir Manchester United. Félagið er með frábæra akademíu og unglingastarfið á sér ríka sögu."

„Liðið hefur verið með leikmann úr unglingastarfinu á vellinum síðustu 85 árin og Marcus Rashford er sannur fulltrúi þeirrar staðreyndar og skorar svo glæsilegt mark eftir sendingu frá Eriksen. Þetta var frábær skalli og algjört tímamótamark daginn fyrir afmælið hans."

Harry Maguire var í byrjunarliði United. Sá hefur mátt þola mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með liðinu. Hann átt erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en reyndist svo bjargvættur liðsins undir lokin og var allt annar í síðari hálfleiknum.

„Hann var magnaður í að vernda teiginn. Hann er frábær leikmaður og mjög góður varnarmaður og við höfum séð hversu mikilvægur hann er fyrir hópinn."

„Ég er mjög ánægður fyrir hönd liðsins að sjálfsögðu en líka fyrir Maguire því hann kom af velli með hreint lak,"
sagði Ten Hag í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner