Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   sun 30. október 2022 16:45
Aksentije Milisic
Ten Hag neitar að svara því hvort Ronaldo hafi beðist afsökunar
Ronaldo og Ten Hag.
Ronaldo og Ten Hag.
Mynd: EPA

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var enn eina ferðina spurður út í Cristiano Ronaldo en Portúgalinn neitaði að koma inn á gegn Tottenham eins og frægt er orðið.


Stjórinn setti Ronaldo í þriggja daga bann frá æfingum með aðalliðinu og þá var Ronaldo ekki í leikmannahópi Manchester United sem gerði 1-1 jafntefli gegn Chelsea.

Ronaldo sneri aftur í miðri viku gegn Sheriff í Evrópudeildinni og þar skoraði hann eitt mark í 3-0 sigri United.

„Ég hef tjáð mig nóg um þetta og ég gaf útskýringu. Við erum að sjálfsögðu ánægðir með að hann sé hér. Hann mikilvægur leikmaður í hópnum og hann er markaskorarinn okkar," sagði Ten Hag þegar hann var spurður hvort Ronaldo hafi beðist afsökunar á athæfi sínu.

Manchester United og West Ham eru að spila á Old Trafford þessa stundina og er Ronaldo í byrjunarliðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner