Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 30. október 2022 14:05
Aksentije Milisic
Víkingur hefur mikinn áhuga á Matta - „Hljóp alltof mikið fyrir alltof marga leikmenn í FH"
Matthías í Víkinni.
Matthías í Víkinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fór yfir tímabilið hjá sínum mönnum eftir tapleikinn gegn Breiðablik í gær.

Margt gekk á hjá Víkingum á þessu tímabili en liðið endar sem bikarmeistari og hafnar í þriðja sæti deildarinnar, á eftir Breiðablik og KA. Þá stóð liðið sig mjög vel í Evrópukeppni.


Nýja keppnisfyrirkomulagið hefur mikið verið í umræðunni en lítil spenna var þegar úrslitakeppnin fór í gang. Hvað finnst Arnari um þetta?

„Úrslitakeppnin er geggjuð, hún er frábær. Þetta eru fimm auka leikir, núna held ég að þetta sé „one off" að úrslitin voru nánast ráðin áður en úrslitakeppnin byrjaði og eðlilega fara menn í fýlu og fara væla en við horfum á stóru myndina. Þetta snýst um framtíðina og fá fleiri sterka leiki. Fáum fleiri leiki, sterkari andstæðinga, ég lofa ykkur meiri spennu á næsta ári," sagði Arnar.

Hvernig sér Arnar fyrir sér næsta tímabil?

„Við ætlum að stefna á að vinna báða titlana og ná lengra í Evrópu. Þú verður alltaf að „dream big or go home", það er ekkert hægt annað í íþróttum. Þú verður að setja þér markið hátt og vera líka raunsær. Við þurfum stærri hóp, það er alveg klárt mál. Við vorum í tómu rugli í sumar. Við misstum alla varnarlínuna frá því í fyrra þegar Halli meiðist, öll varnarlínan fór sem endaði tímabilið í fyrra."

Matthías Vilhjálmsson, leikmaður FH, hefur mikið verið orðaður við Víkinga upp á síðkastið. Er eitthvað til í því að Víkingur vill fá Matta til liðsins?

„Við höfum mjög mikin áhuga á Matta, klárlega. Fólk segir að hann hafi átt lélegt tímabil, hann skoraði þó níu mörk og ég held að hann hafi einfaldlega verið að hlaupa alltof mikið fyrir alltof marga leikmenn í FH. Við höfum klárlega áhuga á honum og fleiri sterkum mönnum," sagði Arnar að lokum.


Arnar Gunnlaugs: Hefðum getað fengið á okkur tíu mörk
Athugasemdir
banner
banner