Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mán 31. október 2022 14:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Natasha Anasi til liðs við Noregsmeistara Brann (Staðfest)
Natasha Anasi.
Natasha Anasi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha Anasi, sem var lykilmaður í liði Breiðabliks í sumar, er búin að semja við Brann, topplið norsku úrvalsdeildarinnar.

Það var Fótbolti.net sem sagði fyrst frá áhuga Brann á Natöshu í sumar og í október var greint frá því að Brann væri enn að reyna að kaupa hana.

Núna hefur það gengið eftir og er Brann búið að ganga frá kaupum á Natöshu sem hefur leikið á Íslandi frá 2014; fyrst með ÍBV, svo með Keflavík og núna í eina leiktíð með Breiðablik.

Miðvörðurinn skrifar undir samning við Brann sem gildir til ársins 2024. Olli Harder, sem er yfirmaður fótboltamála hjá Brann, fagnar því að fá Nathöshu í hópinn. Hann segir að hún sé mikill leiðtogi sem muni styrkja liðið mikið.

Natasha, sem á að baki fimm landsleiki fyrir Ísland, var að klára sitt fyrsta tímabil með Blikum eftir að hafa komið frá Keflavík. Hún var gríðarlega mikilvæg fyrir Blika í sumar.

Svava Rós Guðmundsdóttir leikur með Brann sem tók á móti norska meistaratitlinum um liðna helgi.


Athugasemdir
banner
banner