Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 27. desember 2016 14:00
Magnús Már Einarsson
Elfar Freyr líklega á leið til Horsens á láni
Elfar í leik með Breiðabliki í sumar.
Elfar í leik með Breiðabliki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska félagið Horsens er í viðræðum við Breiðablik um að fá varnarmanninn Elfar Frey Helgason á láni.

Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag en Óskar Hrafn Þorvaldsson hafði áður greint frá tíðindunum á Twitter.

Horsens vill fá Elfar á láni út tímabilið í Danmörku með möguleika á að kaupa hann í kjölfarið. Því er ekki útilokað að Elfar verði eitthvað með Breiðabliki í Pepsi-deildinni í næsta sumar.

Hinn 27 ára gamli Elfar er uppalinn hjá Breiðabliki en hann hefur verið fastamaður í vörn liðsins undanfarin ár.

Árið 2011 fór Elfar til AEK Aþenu í Grikklandi en hann lék einnig með Stabæk í Noregi og Randers í Danmörku áður en hann snéri aftur í Breiðablik árið 2013.

Valur gerði tilboð í Elfar Freyr í haust en Breiðablik hafnaði því. Elfar gæti hins vegar núna verið á leið í danska boltann.

Kjartan Henry Finnbogason spilar með Horsens en nýliðarnir sitja í 7. sæti í dönsku úrvalsdeildinni. Bo Henriksen er þjálfari Horsens en hann þekkir íslensak boltann vel eftir að hafa spilað með Fram, Val og ÍBV á sínum tíma.
Athugasemdir
banner