Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Meta Ísland í þrettánda sæti í styrkleika fyrir EM
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guardian hefur sett upp sérstaka 'kraftröðun' (e. Power rankings) yfir styrkleika liða fyrir Evrópumót kvenna sem fram fer í Sviss í sumar.

Af sextán liðum mótsins er Ísland sett í þrettánda sæti, einu sæti ofar en Finnland sem verður með okkur í riðli og einu sæti neðar en Sviss sem er einnig í riðlinum.

Í riðlinum er einnig Noregur, sem er í sjöunda sæti á lista Guardian en greinina má sjá í heild sinni hérna.

„Lið Þorsteins Halldórssonar er tiltölulega óþekkt. Nýleg jafntefli við Sviss og Noreg, sem liðið mætir einnig á EM, mun hafa gefið því sjálfstraust. Sveindís Jane Jónsdottir hjá Wolfsburg er þeirra hæfileikaríkasti leikmaður," segir í umsögn Guardian

Glódís Perla Viggósdóttir er ekki nefnd, mögulega er hún að gleymast þar sem hún tók ekki þátt í liðnum landsleikjum vegna meiðsla.

Miðað við mat Guardian má búast við gríðarlega jöfnum riðli hjá stelpunum okkar á EM í Sviss í sumar. Ísland mætir Finnlandi þann 2. júlí í sínum fyrsta leik á mótinu.

Kraftröðunin í heild:
1) Spánn
2) England
3) Þýskaland
4) Frakkland
5) Holland
6) Svíþjóð
7) Noregur
8) Danmörk
9) Ítalía
10) Portúgal
11) Belgía
12) Sviss
13) Ísland
14) Finnland
15) Wales
16) Pólland
Athugasemdir
banner
banner