Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bíllinn tekinn af Caicedo
Moises Caicedo.
Moises Caicedo.
Mynd: EPA
Lögreglan á Bretlandseyjum hefur lagt hald á glæsibifreið Moises Caicedo, miðjumanns Chelsea.

Hinn 23 ára gamli Caicedo var stoppaður af lögreglu nálægt æfingasvæði Chelsea föstudag. Hann er grunaður um að hafa keyrt án þess að vera með gilt ökuskírteini.

Lagt var hald á bílinn sem er af gerðinni Audi RS Q8 þegar Caicedo var stoppaður og er rannsókn í gangi.

Ef lögreglan kemst að þeirri niðustöðu að Caicedo hafi brotið af sér þá gæti hann fengið sekt eða frekari refsingu.

Caicedo er einn dýrasti leikmaður í sögu enska boltans en hann var keyptur til Chelsea frá Brighton fyrir 115 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner