Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Southgate: Styðjið liðið þó þið viljið losna við mig
Gareth Southgate er ekki vinsæll um þessar mundir.
Gareth Southgate er ekki vinsæll um þessar mundir.
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands hvetur þjóðina til að styðja liðið á EM, þrátt fyrir að stuðningsmenn kalli eftir því að hann muni víkja.

Þrátt fyrir dapra spilamennsku á EM þá vann England C-riðil og mun mæta Slóvakíu í 16-liða úrslitum á sunnudag.

Southgate telur að neikvæða umræðan sem er í gangi í kringum enska landsliðsins sé vegna sín.

„Umhverfið okkar er öðruvísi en hjá öðrum liðum sem stendur og mér finnst það vera út af mér," segir Southgate sem hefur áhyggjur af því að neikvæðnin hafi áhrif á leikmenn.

Ensku stuðningsmennirnir á mótinu hafa sveiflast mikið milli þess að hvetja liðið og baula svo á það.

„Stuðningurinn er okkur mikilvægur. Sama hvaða skoðun fólk hefur á mér þá verður það að sýna liðinu stuðning. Leikmennirnir hafa elskað að spila fyrir þjóð sína síðustu sex eða sjö ár. Við þurfum að halda því þannig. Ég skil pirringinn gagnvart mér en styðjið leikmennina."

Er Gareth Southgate rétti þjálfarinn fyrir enska landsliðið? Þetta er spurning sem var lögð fyrir lesendur Fótbolta.net í skoðanakönnun á forsíðu. Tæplega 86% svöruðu nei en aðeins 14% já.
Athugasemdir
banner
banner