Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimir: Alveg eins atvik sem féllu bæði með Ekvador
Mynd: Getty Images

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Jamaíku var sár og svekktur eftir tap liðsins gegn Ekvador í Copa America í nótt.


Leiknum lauk með 3-1 sigri Ekvador en annað mark liðsins kom úr vítaspyrnu sem Heimir var ekki sáttur með.

Vítið var dæmt þar sem varnarmaður Jamaíku fékk boltann í höndina en Heimir taldi að svipað atvik hafi átt sér stað í hinum teignum.

„Þessi tvö atvik voru nákvæmlega eins, annað var dæmt Ekvador í hag og hitt líka en svoleiðis átti það ekki að vera," sagði Heimir eftir leikinn.

Heimir hrósaði þó liði Ekvador og telur að liðið geti komið verulega á óvart á mótinu. Þá óskaði hann Felix Sanchez landsliðsþjálfara Ekvador góðs gengis en þeir eru miklir félagar.

Sanchez þjálfaði nefninlega landslið Katar þegar Heimir þjálfaði félagið Al Arabi sem kemur frá Katar.

Sjáðu vítaspyrnudóminn og markið hjá Ekvador
Sjáðu þegar Jamaíka vildi fá vítaspyrnu


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner