Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Átti erfitt með að lýsa tilfinningunum - „Besti dagur lífs míns"
Kvaratskhelia fagnar markinu sínu gegn Portúgal
Kvaratskhelia fagnar markinu sínu gegn Portúgal
Mynd: EPA

Khvicha Kvaratskhelia leikmaður georgíska landsliðsins var eðlilega í skýjunum eftir sigur liðsins gegn Portúgal í gær sem tryggði liðinu sæti í 16-liða úrslitum á EM á fyrsta stórmóti þjóðarinnar.


Kvaratskhelia er leikmaður Napoli en hann skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri. Hann var ítalskur meistari með Napoli tímabilið 2022-2023.

„Það var frábært að vinna ítölsku deildina en ég er svo glaður í dag því maður er að spila fyrir þjóð sína," sagði Kvaratskhelia eftir leikinn.

„Þetta er besti dagur lífs míns því það er erfiðara að gera þetta með Georgíu en að vinna ítölsku deildina meeð Napoli. Það hefur alltaf verið draumur að spila fyrir þjóð mína og við komumst í næstu umferð, það er erfitt að lýsa tilfinningunum."

Georgía fær erfitt verkefni í 16-liða úrslitunum en þar bíða Spánverjar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner