Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Best að henda Bellingham á bekkinn?
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jacob Steinberg íþróttafréttamaður Guardian segir að jafnvægið í enska landsliðinu sé slæmt og telur að best væri að láta Jude Bellingham á varamannabekkinn.

Þrátt fyrir dapra spilamennsku á EM þá vann England C-riðil og mun mæta Slóvakíu í 16-liða úrslitum á sunnudag.

„Þetta átti að vera sviðið hans Bellingham. Að vinna Meistaradeildina með Real Madrid átti að vera byrjunin. Hann var frábær í fyrri hálfleik í fyrsta leik Englands og skoraði sigurmarkið gegn Serbíu. Það fjaraði svo fljótt undan honum í seinni hálfleik," segir Steinber.

„Í Madríd notaði Carlo Ancelotti hann sem falska níu. Er hann með agann í dag til að spila á miðjunni? Stýra leikjum og vera vélin á miðsvæðinu? Hann var það allavega ekki gegn Danmörku. Hann lét ekki mikið að sér kveða og hægði á spilamennsku Englands með því að hanga á boltanum."

„Það var næstum eins og Bellingham héldi að hann yrði að vera Diego Maradona í Mexíkó '86. Gegn Slóveníu var andrúmsloftið hins vegar öðruvísi. Vinnusemin var meiri en það var sláandi hversu oft Bellingham missti boltann."

„Kannski er þetta ekki óvænt. Þó mikið sé talað um hversu þroskaður hann er þá er Bellingham bara tvítugur. Hann er einn af leiðtogum liðsins en er samt enn að læra. Hann er framtíð Englands en Gareth Southgate þarf lið sem virkar í dag. Bestu leikmennirnir eru þeir sem geta hjálpað Englandi að vinna og Bellingham getur talist heppinn ef hann fær annað tækifæri á sunnudag."
Athugasemdir
banner
banner
banner