Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
Jón Þór: Eina skilyrðið sem ég setti fyrir að leyfa þessa skó var svona mark
Viktor Jóns: Loksins skorar hann
Tryggvi Hrafn: Þegar þeir skora koðnum við niður
Kjartan Henry: Það er engin klisja
Dóri Árna: Vorkenni því fólki sem greiddi sig inn á völlinn
Reynir að þakka traustið - „Heimir lætur okkur æfa alveg nóg"
Steini Eiðs: Óþarfa stress miðað við yfirburðina í leiknum
Viðar Örn: Barnalegt af mér að vera spila fyrstu 4-5 leikina
Ómar Ingi: Held að allir hafi séð nema Vilhjálmur að þetta hafi farið í hendina
Rúnar Páll er mjög spenntur: Það er gír í okkur
Jökull óánægður með varnarleikinn: Vonbrigði fyrir okkur
Talar um einbeitingaleysi - „Það er ástæðan afhverju við erum í veseni“
Snýst ekki um að bíða eftir sigrinum - „Mæta á æfingar og æfa vel“
   mið 26. júní 2024 20:14
Arnar Daði Arnarsson
Elísa Lana: Boltinn þurfti að detta inn í dag
Elísa Lana í leik með FH í sumar.
Elísa Lana í leik með FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Við vorum duglegar, hlupum meira en þær og við létum boltann flæða vel," sagði Elísa Lana Sigurjónsdóttir leikmaður FH eftir 4-1 sigur liðsins á Tindastól í 10.umferð Bestu deildar kvenna aðspurð út í það hvað hafi skilað á milli liðanna í dag.

Lestu um leikinn: FH 4 -  1 Tindastóll

„Við byrjuðum leikinn mjög vel og settum fljótlega tvö mörk. Síðan komum við ekki nægilega góðar út í seinni hálfleikinn. Fyrstu 25 mínúturnar í seinni hálfleik voru ekki nægilega góðar en síðan komum við aftur og kláruðum þetta," sagði Elísa Lana en hvað gerðist á þeim tímapunkti sem Tindastóll var að komast inn í leikinn?

„Við vorum að snerta boltann alltof mikið á síðasta þriðjung og missa boltann auk þess sem við vorum undir í baráttunni."

„Við breyttum um kerfi og fáum góða leikmenn inná sem höfðu góð áhrif á liðið og skiptu miklu máli. Varamennirnir komu með mikinn kraft inná. Síðan vildum við þetta bara meira," sagði Elísa sem var ekkert að gera of mikið úr glæsilegu marki sínu í leiknum sem gulltryggði sigurinn.

„Þetta er ekki flókið. Boltinn þurfti að detta inn í dag og það gerðist."


Athugasemdir
banner
banner