PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   mið 26. júní 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skulda 40 prósent af næstu sölu Calafiori
Riccardo Calafiori.
Riccardo Calafiori.
Mynd: EPA
Riccardo Calafiori, varnarmaður Ítalíu, verður líklega eftirsóttur þegar Evrópumótið klárast.

Eftir frábært tímabil með Bologna hefur Calafiori haldið áfram að skína með ítalska landsliðinu á EM. Hann er sagður hafa kveikt áhuga Lundúnafélaganna Arsenal og Tottenham meðal annars.

Fabrizio Romano segir frá því í dag að Bologna muni biðja um stóra upphæð fyrir Calafiori í sumar en talað er um í kringum 50 milljónir evra fyrir þennan hæfileikaríka varnarmann.

Ein af ástæðunum fyrir því að Bologna mun ekki selja hann ódýrt er sú að félagið skuldar Basel 40 prósent upphæðarinnar af næstu sölu.

Calafiori ólst upp hjá Roma en fór til Basel í Sviss sumarið 2022. Hann var svo keyptur til Bologna síðasta sumar og sló þar í gegn.
Athugasemdir
banner
banner
banner