Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 11:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guirassy velur Dortmund - Átti stórkostlegt tímabil
Mynd: EPA
Serhou Guirassy hefur ákveðið að semja við Borussia Dortmund sem kaupir hann frá Stuttgart. Guirassy er með riftunarákvæði í samningi sínum, ansi vinalegt ákvæði og hafa nánast öll félögin í ensku úrvalsdeildinni horft til hans.

Arsenal er eitt þeirra en samkvæmt Sky í Þýskalandi hefur Guirassy ákveðið að fara til Dortmund. Stuttgart reyndi að halda í framherjann með því að gera hann að launahæsta leikmann í sögu félagsins, en það reyndist ekki nóg.

Riftunarverðið nemur um 15,6 milljónum punda eða 18,5 milljónum evra.

Guirassy skoraði 28 mörk í 28 leikjum með Stuttgart í Bundesliga í vetur og tvö mörk í tveimur leikjum í bikarnum.

Hann er landsliðsmaður Gíneu en spilaði með yngri landsliðum Frakklands. Hann varð 27 ára í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner