Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Copa America: Rondon hetja Venesúela gegn Mexíkó
Mynd: EPA

Venezuela 1 - 0 Mexico
1-0 Salomon Rondon ('57 , víti)
1-0 Orbelin Pineda ('87 , Misnotað víti)


Venesúela er komið áfram í átta liða úrslit Copa America eftir sigur á Mexíkó í nótt.

Salomon Rondon var hetja liðsins en þessi fyrrum leikmaður Newcastle og Everton leikur með mexíkóska liðinu Pachuca í dag.

Hann skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu eftir tæplega klukkutíma leik. Mexíkó fékk tækifæri til að jafna metin þegar liðið fékk vítaspyrnu undir lok leiks en  Rafael Romo markvörður Venesúela varði frá Orbelín Pineda.

Venesúela er því komið áfram en Mexíkó spilar úrslitaleik gegn Ekvador um sæti í átta liða úrslitunum en Heimir Hallgrímsson og félagar í Jamaíku eru fallnir úr leik.


Athugasemdir
banner
banner