Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
St. Pauli ræður eftirmann Hurzeler
Blessin.
Blessin.
Mynd: EPA
Fabian Hurzeler var ráðinn sem stjóri Brighton fyrr í þessum mánuði eftir að hafa komið Brighton upp í ensku úrvalsdeildina. Hurzeler er ungur Þjóðverji sem stýrði St. Pauli upp í Bundesliguna.

Þýska félagið hefur leitað að eftirmanni hans og er búið að finna hann og ráða hann. Sá heitir Alexander Blessin.

Blessin stýrði Union SG í Belgíu en það er einmitt systurfélag Brighton.

Hurzeler er 31 árs Þjóðverji og Blessin er 51 árs Þjóðverji. Áður en hann tók við Union í fyrra stýrði hann Genoa og þar á undan var hann hjá Oostende í Belgíu. Hann var við stjórnvölinn þegar Genoa keypti Albert Guðmundsson frá AZ Alkmaar.


Athugasemdir
banner
banner
banner