Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 11:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hættir sem þjálfari Willums og fer í þjálfarateymi Man Utd
Rene Hake ræðir hér við Willum Þór Willumsson.
Rene Hake ræðir hér við Willum Þór Willumsson.
Mynd: EPA
René Hake, þjálfari Go Ahead Eagles í Hollandi, er að semja við Manchester United.

Hann mun koma inn í þjálfarateymi Erik ten Hag hjá Man Utd og mun hætta í núverandi starfi sínu sem aðalþjálfari Go Ahead Eagles. Fabrizio Romano segir frá.

Hjá Go Ahead Eagles hefur hann þjálfað íslenska landsliðsmanninn Willum Þór Willumsson.

Hake verður ekki eini nýi þjálfarinn í teymi Ten Hag því Ruud van Nistelrooy, fyrrum sóknarmaður Man Utd, er einnig að koma inn í teymið.

Afar áhugavert en það hefur ekki komið fram hvort einhver í núverandi þjálfarateymi liðsins sé að hætta.
Athugasemdir
banner
banner