Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enzo vonsvikinn að komast ekki á Ólympíuleikana - „Fyrirgefðu Mascherano"
Mynd: Getty Images

Enzo Fernandez miðjumaður Chelsea er miður sín yfir því að fá ekki að fara á Ólympíuleikana með Argentínu í sumar.


Fernandez sagði frá því að hann hafði fengið leyfi í upphafi en Chelsea hafði síðan bannað honum það eftir að Enzo Maresca tók við liðinu eftir að Mauricio Pochettino var rekinn.

„Ég gerði allt sem í valdi mínu stóð að komast þangað, Pochettino gaf mér leyfi en svo kom nýr stjóri og félagið breytti stöðunni. Ég reyndi allt, fyrirgefðu Mascherano," sagði Fernandez en Javier Mascherano fyrrum leikmaður Barcelona og Liverpool þjálfar Argentíska liðið á Ólympíuleikunum.

Argentína er með Marokkó, Írak og Úkraínu í riðli á Ólympíuleikunum sem fram fara í París í sumar. Fyrsti leikur liðsins verður gegn Marokkó 24. júlí.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner