Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 12:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heldur fullkomið gengi Framara á Ísafirði áfram?
Úr fyrri leik liðanna í sumar.
Úr fyrri leik liðanna í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram heimsækir Kerecisvöllinn á Ísafirði í dag, leikurinn gegn Vestra hefst klukkan 18:00.

Fram hefur átt mjög góðu gengi að fagna gegn Vestra, og þá sérstaklega á útivelli. Liðin hafa mæst sex sinnum og hefur Fram unnið fimm af þeim leikjum, þar af alla þrjá sem hafa farið fram fyrir vestan. Liðin gerðu jafntefli á Framvellinum í Lengjudeildinni tímabilið 2020.

Fyrri leikur liðanna í sumar fór fram í 1. umferð, Fram vann 2-0. Fred skoraði fyrir Fram og seinna mark Framara var sjálfsmark.

Fram mætti BÍ/Bolungarvík fjórum sinnum og vann Fram þrjá af þeim leikjum, báða deildarleikina og eina leik liðana á Torfnesvelli. BÍ/Bolungarvik vann leik liðanna í deildabikarnum fyrir tímabilið 2014.

Fram mætti BÍ einu sinni. Það var bikarleikur í júlí 1992 og vann Fram þá 1-4 á Torfnesvelli. Valdimar Tryggvi Kristófersson og Jón Erling Ragnarsson skoruðu tvennur fyrir Fram og Örn Torfason skoraði mark BÍ.

Stuðst er við innbyrðisviðureignir liðanna samkvæmt gagnagrunni KSÍ.

fimmtudagur 27. júní
18:00 Vestri-Fram (Kerecisvöllurinn)
19:15 Stjarnan-Víkingur R. (Samsungvöllurinn)
19:15 KR-Fylkir (Meistaravellir)

föstudagur 28. júní
18:00 HK-KA (Kórinn)
19:15 ÍA-Valur (ELKEM völlurinn)
19:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner