Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lucy Bronze yfirgefur Barcelona (Staðfest)
Lucy Bronze.
Lucy Bronze.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lucy Bronze, sem hefur verið einn besti varnarmaður heims síðustu árin, mun yfirgefa Barcelona þegar samningur hennar rennur út á næstu dögum.

Hún spilaði 70 leiki yfir tvö tímabil hjá Barcelona og vann tvo Evróputitla, tvo deildartitla og þrjá aðra bikara.

Hin 32 ára gamla Bronze verður samningslaus 30. júní og er henni frjálst að semja við annað félag.

Bronze, sem leikur yfirleitt í stöðu hægri bakvarðar, hefur spilað 123 landsleiki fyrir England en áður en hún gekk í raðir Barcelona þá spilaði hún með Manchester City, Lyon, Sunderland, Everton og Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner