Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stórkostlegur mánuður hjá Valgeiri - Kalla eftir nýjum samningi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valgeir Lunddal Friðriksson leikmaður sænska félagsins Hacken byrjaði júní mánuð af gríðarlegum krafti og stuðningsmenn liðsins eru farnir að kalla eftir því að hann fái nýjan samning.


Valgeir skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í lok maí og fylgdi því eftir með því að skora í upphafi þessa mánaðar gegn AIK.

Nokkrum dögum síðar var hann kallaður inn í landsliðshóp Íslands og kom við sögu þegar Ísland vann England á Wembley og var í byrjunarliðinu í tapinu gegn Hollandi.

Samningur hans við sænska félagið rennur út í sumar en stuðningsmenn liðsins kölluðu eftir því á samfélagsmiðlum félagsins að hann fái nýjan samning.


Athugasemdir
banner
banner