Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
banner
   mið 26. júní 2024 23:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi talar um kraftaverk: Skrítnasta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að
Lengjudeildin
Siggi fékk svar frá sínum mönnum.
Siggi fékk svar frá sínum mönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Stefánsson var með flautuna í dag.
Arnar Þór Stefánsson var með flautuna í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigfús er kominn með þrjú mörk í sumar.
Sigfús er kominn með þrjú mörk í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mætir ÍR í næsta leik.
Mætir ÍR í næsta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður, mjög ánægður með frammistöðuna og það sem við lögðum í þetta. Þetta var mjög sannfærandi. Ég hefði viljað klára þennan leik fyrr en í heildina er ég mjög sáttur," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir sigur á Dalvík í dag.

Þetta var annar sigur Þórsara í deildinni í sumar, sá fyrsti kom í 2. umferð þann 9. maí.

Þór leiddi 0-2 í leikhléi og komust í 0-3 þegar um 20 mínútur lifðu leiks. Dalvíkingar náðu svo að minnka muninn en komust ekki nær.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 -  3 Þór

„Fyrri hálfleikurinn var okkar eign, þangað til kannski síðustu 5 mínúturnar þar sem við vorum værukærir," sagði Siggi sem óskaði eftir svari frá leikmönnum eftir dapran leik gegn Leikni um helgina.

„Ég fékk svo sannarlega svar, það var meira hjarta í þessu, þeir sem andstæðingar kveiktu líka í okkur. Það er skemmtilegt að ná smá 'bounce back' eftir brösugt gengi, ná því hér og með þessum hætti."

Mjög gott hugarfar
Þeir Elmar Þór Jónsson og Sigfús Fannar Gunnarsson komu Þór í 0-2. Þeir komu báðir inn í liðið frá síðasta leik.

„Það er bara frábært. Við erum búnir að rúlla vel á liðinu, margir að sýna mjög gott hugarfar, stór hópur og mikið af leikmönnum sem eru svipaðir af getu. Það er gott að geta rúllað því og ég hef fengið svakalega gott svar eiginlega alltaf frá öllum sem hafa verið úr hóp en koma svo inn í liðið. Það er virkilega ánægjulegt."

Sigfús var á láni hjá Dalvík/Reyni á síðasta tímabili og þekkir því Dalvíkurvöll nokkuð vel.

„Það er alltaf rætt eitthvað. Hann var búinn að vinna sér það inn að vera í byrjunarliðinu, hrikalega flott hugarfar, frábær og spilaði bara þrusuvel í dag."

Alltaf mikil trú á Aroni
Fyrirliðinn Aron Birkir Stefánsson hefur gert afdrifarík mistök í marki Þórs að undanförnu en hann átti frábæran leik í dag.

„Hann var frábær, geggjaður, bjargar okkur 2-3 mjög vel. Við höfum alltaf rosalega trú og mikið traust til hans og ánægjulegt að hann hafi átt góðan dag."

Færri svefnlausar nætur
Hvaða þýðingu hefur þessi sigur?

„Þrjú stig," sagði Siggi og brosti. „Við erum á fínum stað einhvern veginn andlega og líkamlega. Við vorum búnir að sakna þess og skulduðum fólkinu okkar og sjálfum okkur að ná í þrjú stig. Sigurinn nærir, færri svefnlausar nætur og svoleiðis."

Skrítnasta dómgæsla ævinnar
Einfaldasta útskýringin á dómgæslunni er að segja að hún hafi bara verið einhvern veginn. Siggi var spurður út í línuna í leiknum,

„Ég hef aldrei spilað fótboltaleik þar sem mig langar jafnmikið að setjast niður með dómaranum og horfa á leikinn með honum og fá útskýringu á svona 50 atriðum. Að einn leikmaður hjá þeim haldist inn á vellinum er gjörsamt kraftaverk. Þetta var skrítnasta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að á minni ævi," sagði Siggi.

Alltaf betra veður fyrir norðan
Næsti leikur er gegn ÍR. Siggi er fyrrum leikmaður ÍR, lék með liðinu 2006, 2007 og 2009. ÍR er sem stendur í 5. sæti deildarinnar.

„Mér líst bara frábærlega á þann leik. Það er reyndar spáð 26 stiga hita á Akureyri og grenjandi rigningu í bænum. Ég á hrikalega marga og góða vini í Mjóddinni," sagði Siggi sem segir að það sé eiginlega alveg pottþétt að þeir Aron Ingi Magnússon og Marc Sörensen verði í hóp í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner