PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   mið 26. júní 2024 10:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sneri aftur rétt áður en landsliðshópurinn verður tilkynntur
Icelandair
Sædís var fyrst valin í A-landsliðið í fyrra.
Sædís var fyrst valin í A-landsliðið í fyrra.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sædís Rún Heiðarsdóttir lék sinn fyrsta leik í gær eftir rúmlega tveggja mánaða fjarveru vegna meiðsla.

Í myndatöku kom í ljós að sprunga væri í beini og þurfti hún að hvíla í um tvo mánuði og var því ekki með í síðasta landsliðsverkefni.

Hún sneri til baka á völinn í gær þegarl lið hennar, Vålerenga, sló út Start í norska bikarnum með 2-4 útisigri.

Sædís, sem verður tvítug í september, gekk í raðir norska félagsins Vålerenga fyrr á þessu ári eftir gott tímabil með Stjörnunni í fyrra.

Landsliðshópurinn fyrir komandi leiki gegn Póllandi og Þýskalandi verður opinberaður á föstudag.

Athugasemdir
banner
banner
banner