Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sprettur Egils Orra vakti athygli - Gríðarlegur hraði
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þór vann kærkominn sigur í grannaslagnum gegn Dalvík/Reyni á Dalvík í gær en þetta var aðeins annar sigur liðsins í sumar.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 -  3 Þór

Þór vann leikinn 3-1 þar sem mörk frá Elmari Þór Jónssyni og Sigfúsi Fannari Gunnarssyni í fyrri hálfleik lögðu grunninn áður en Alexander Már Þorláksson bætti þriðja markinu við en Matheus Bissi Da Silva tókst að klóra í bakkann.

Hinn 16 ára gamli Egill Orri Arnarsson kom inn á sem varamaður í liði Þórs en hann vakti athygli á samfélagsmiðlum þegar hann tók á ótrúlegan sprett seint í leiknum.

Hann tók á sprettinn frá miðjunni inn á teig Dalvíkinga og kom sér í fína stöðu áður en færið rann út í sandinn.

Egill mun yfirgefa herbúðir Þórs um mánaðarmótin þar sem hann hefur samið við danska félagið Midtjylland. Hann hefur komið við sögu í sex leikjum í Lengjudeildinni í sumar og skorað eitt mark.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner