Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nacho til Al-Qadsiah (Staðfest)
Nacho lyftir hér Meistaradeildarbikarnum.
Nacho lyftir hér Meistaradeildarbikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski varnarmaðurinn Nacho Fernandez hefur gengið í raðir Al-Qadsiah í Sádi-Arabíu eftir að hafa verið á mála hjá spænska stórveldinu Real Madrid í 23 ár.

Hann er 34 ára og gekk í raðir akademíu Real þegar hann var tíu ára gamall.

Hann vann 26 bikara á tíma sínum hjá Real Madrid.

Hans síðasti leikur var 2-0 sigurinn gegn Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrr í þessum mánuði og þar með varð hann einn af fimm leikmönnum sem hafa unnið sex Evróputitla með félaginu.

Nacho vann þá fjóra Spánarmeistaratitla, tvo bikarmeistaratitla, fimm HM félagsliða, fjóra Ofurbikara Evrópa og fimm spænska Ofurbikara.

Núna er hann farinn til Sádi-Arabíu og mun enda ferilinn á því að þéna mikinn pening.


Athugasemdir
banner
banner
banner