Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 09:37
Elvar Geir Magnússon
Nýtt Evrópumet í spjaldagleði
Istvan Kovacs setti Evrópumet.
Istvan Kovacs setti Evrópumet.
Mynd: EPA
Rúmenski dómarinn Istvan Kovacs lyfti alls átján spjöldum í viðureign Tyrklands og Tékklands í gær. Þetta er nýtt met í spjaldafjölda í stökum leik á Evrópumóti landsliða.

Hann setti fleiri met því fyrsta rauða spjaldið fór á loft eftir 20 mínútur þegar hinn tékkneski Antonin Barak var sendur í sturtu fyrir sitt annað gula spjald. Um er að ræða sneggsta rauða spjald í sögu EM.

Í lokin fékk annar tékkneskur leikmaður, Tomas Chory, að líta rauða spjaldið.

Sólin skein í Hamborg og hitastigið var hátt, í báðum merkingum þess. Flest af spjöldunum fóru á loft í lok leiksins, þegar staðan var 1-1 og bæði lið að reyna að skora sitt annað mark.

Tyrkland skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum.


Athugasemdir
banner
banner
banner