Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 10:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shaw með einfalt svar - „Í næsta leik"
Luke Shaw.
Luke Shaw.
Mynd: Getty Images
England fór í gegnum riðlakeppnina á EM án þess að vera með náttúrulegan vinstri bakvörð þar sem Kieran Trippier spilaði í þeirri stöðu alla riðlakeppnina.

Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United, er í hópnum en hann hefur verið að glíma við meiðsli.

Hann er hins vegar byrjaður að æfa aftur á fullu og gaf jákvæð svör er hann var spurður af fjölmiðlamönnum út í stöðu sína eftir síðasta leik gegn Slóveníu.

„Í næsta leik," sagði Shaw einfaldlega þegar hann var spurður að því hvenær hann myndi snúa aftur.

England mætir Slóvakíu í 16-liða úrslitunum á EM.
Athugasemdir
banner
banner